Kostir Hiclone
 Sparar eldsneyti
 Minnkar útblástursmengun
 Eykur snúningsátak
 Nýting vélar eykst
 Auðveld ísetning (um 10-20 mínútur)
 Engin sérverkfæri við ísetningu
 Engar breytingar á vélbúnaði
 Eilífðarábyrgð
 Skilafrestur 30 dagar (full endurgreiðsla)

Fréttir

Subaru kemur vel út 
Subaru 2,0 lítra EFI 
Grein:21.6.2008
Nokkrir eigendur Subaru bæði Legasy og Impresa haf haft samband og segja að eyðslan hafi minnkað um 1,7 líter á 100 km. þetta er nokkuð athyglisvert þar sem að svo nákmæm tala er sögð af ca 20 eigendumm Subaru með 2,0 lítra vélinni. 

Olíudreifing ehf. kaupir Hiclone
Prófanir á MAN olíubílum
Grein:12.10.2005
Olíudreifing ehf. hefur um nokkurt skeið prófað Hiclone í tveimur MAN olíubílum öðrum gerðum út frá Reykjavík en hinum frá Akureyri. Eftir nokkra mánaða reynslu eru bílarnir að minnka eyðslu á bilinu 6-8%. Á næstunni verður það skoðað hve mikinn sparnað fyrirtækið nær á ársgrundvelli ef allir bílar þeirra koma jafn vel út með Hiclone eins og þeir tveir áðurnefndu.

Hiclone að sanna sig á Íslandi 
Umsagnir eigenda 
Grein:22.9.2003
 

Suzuki Baleno 4x4 1,6L EFI
Grein:22.9.2003
Gunnar Snorrason, Kópavogi. Suzuki Baleno 4x4 1,6L EFI Ég keyri mikið úti á þjóðvegum. Eyðslan að meðaltali hefur minnkað úr 7,8 lítrum á 100km niður í 6,2 lítra á 100km. eftir að eitt HICLONE var sett fyrir framan soggreinina. Innanbæjar er eyðslan um 2 lítrum minni en áður. Ég spara eldsneyti fyrir um 36.000.- kr á ári og er rúma 4 mánuði að spara fyrir HICLONE hringnum.  

 
Pajero Sport 4x4 2,5L TDI
Grein:22.9.2003
Örn Kjartansson, Sauðárkrók. MMC Pajero Sport 4x4 2,5L TDI Eftir að 2 HICLONE voru sett í bílinn er ég loksins ánægður með hann. Það er allt annað tog í vélinni, bíllinn vinnur betur og miklu snarpari. Vélin er lágværari og gengur þíðar. Eyðslan á langkeyrslu hefur minnkað um ca 1,5 lítra á 100km.  

 
Renault Winnebag 2,1L Diesel Húsbíll
Grein:22.9.2003
Jón Zophaníasson, Akureyri. Renault Winnebag 2,1L Diesel Húsbíll. Upp Víkurskarð þurfti ég að skipta niður í 2 gír en eftir að sett voru 4 HICLONE (eitt inn á hvern strokk) keyri ég auðveldlega upp Víkurskarðið á 3 gír. Vélin er einnig hljóðlátari og þíðgengari.  

 
Chevy K1500 Z71 4x4 5,7L EFI
Grein:22.9.2003
Örn Stefánsson, Reykjavík. Chevy K1500 Z71 4x4 5,7L EFI Það var nógur kraftur í bílnum og fínt tog en eyðslan hefur minnkað um ca 2,5 lítra á 100km í blönduðpum akstri eftir eitt HICLONE fyrir framan soggrein. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir 50.000.- kr árssparnað í bensíni.  

 
Komatsu WA 451
Grein:22.9.2003
Hermann Agnarsson, Verktaki. Komatsu WA 451 6Cyl 236Hö TD Áður en að sett voru HICLONE við túrbínuna og vélina, vantaði tog þegar bakkað var út úr grús með fulla malarskóflu, vélin erfiðaði mjög og var stundum við það að kæfa á sér. Nú er öldin önnur, vélin vinnur mjög vel, hefur gott tog og vandamálið úr sögunni.  

 
Patrol 4x4 2,8L TDI
Grein:22.9.2003
Sveinn Guðmundsson, Reykjavík. Patrol 4x4 2,8L TDI Þetta virkar, finn fyrir meira togi og vélin reykir minna.  

 
Landcruser 100 4x4 4,2L TDI
Grein:22.9.2003
Þórður Birgisson, Akureyri. Landcruser 100 4x4 4,2L TDI Bíllinn er snarpari með aukið tog og eitthvað minni eyðslu.  

Land Rover sýningu í Billing lokið 
Bretar ánægðir með HICLONE
Grein:22.7.2003
Nokkrir félagar úr Ferðaklúbbnum 4x4 Eyjafjarðardeild skruppu til Billing í Englandi á Land Rover sýninguna sem haldin var helgina 18-20 júli 2003. Þarna sýndu menn Land Rover bílana sína í öllum stærðum og gerðum, gamla og nýja, breytta og óbreytta. Nokkrir eigendur sem félagarnir hittu höfðu HICLONE í jeppunum sínum og voru þeir allir sammála um það að þeir spöruðu eldsneyti með Hiclone ásamt því að tog hefði aukist. Bretarnir vitnuðu einnig í það að með því að ná fram auknu afli í vélarnar þá minnkaði útblástursmengum sem virtist vera þeim ofarlega í huga. 

Prófanir á 7.5 tonna flutningabílum lokið 
Grein:20.5.2003
EXB Flutningar hafa komið fyrir Hiclone í alla 7.5 tonna flutningabíla sína, meðtalinn Mercedes 814 og Renault S150 Midliner. "Við erum að ná fram að minnsta kosti 10% betri eldsneytisnýtingu í öllum flutningabílum okkar og ætlum að reyna að ná enn betri nýtingu með hjálp tæknimanna Hiclone." sagði Keith Halsey, framkvæmdastjóri EXB. "Ég er hæst ánægður með þessa vöru, hún stendur fyllilega undir kröfum". Þið getið haft samband við Keith hjá EXB flutningum hér: 25 Jarman Way, Royston, Herts. SG8 5HW í síma +44 (0)1763 241004, Fax +44 (0)1763 241003 eða gegnum e-mail sales@exbtransport.com eða gegnum vefsíðu þeirra www.exbtransport.com"  

Hópferðafyrirtæki spara 10% í eldsneytiskostnað.
 
Grein:15.5.2003
Fyrirtækið Florida hópferðir í Halstead í London hefur verið að prófa Hiclone í fjóra mánuði og eru stjórnendur þess aldeilis ánægðir með árangurinn. Þeir eru það hrifnir að þeir hafa samþykkt að lána Hiclone í Evrópu hópferðabifreið í prófanir sem nú þegar eru vel á veg komnar.

Hópferðabifreiðin er sem stendur í orkumælingum á undirvagni. Í júní 2003 verður bifreiðin prófuð á þartil gerðri braut til að mæla nákvæmlega eldsneytis notkun. Vegaprófanir og orkumælingin munu svo verða bornar saman við brautarprófanirnar og munu verða tvíyfirfarnar með samanburði við prófanir gerðar af Hertfordshire háskóla sem styðjast við vélarorkumæli.

Í lok júní 2003 mun Hiclone í Evrópu birta niðurstöður prófananna. Patrick Keeble, framkvæmdastjóri hópferðafyrirtækisins, hefur reiknað út að hann spari rúmlega 200.000 kr á ári á hverja hópferðabifreið með því að nota Hiclone og er nú að mæla nánar hvort hann geti sparað meira með því að koma fyrir öðrum Hiclone hólk í bifreiðarnar. Fylgist með á þessari fréttasíðu fyrir nánari upplýsingar.

Þið getið haft samband við Patrick Keeble í Halstead CO9 2BB í London í síma: +44 (0)1787 477701. www.coachcompany.co.uk



  Pantanir hjá
Iðnval ehf
Elías Þorsteinsson
Sími: 461 4422
GSM: 894 4722
Fax: 461 4222
E-mail: elias@idnval.is